Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2025 10:38 Alexander Lúkasjenka, oft nefndur síðasti einræðisherra Evrópu, á meira en fjögurra klukkustunda löngum blaðamannafundi sem hann hélt í gær. AP/Pavel Bednjakov Kjörstjórn í Hvíta-Rússlandi lýsti Alexander Lúkasjenka forseta sigurvegara forsetakosninga sem fóru fram í landinu í gær. Lúkasjenka fékk 86,8 prósent atkvæða í kosningunum sem vestræn ríki segja að hafi ekki verið frjálsar. Þótt fjórir aðrir frambjóðendur hafi verið á kjörseðlinum mætti Lúkasjenka engri raunverulegri mótstöðu í kosningunum. Allir leiðtogir stjórnarandstöðunnar hafa verið fangelsaðir eða þeir hraktir úr landi. Sjálfstæðum fjölmiðlum er einnig bannað að starfa í landinu. Sviatlana Tsikhanouskaja, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði eftir frekari refsiagerðum vestrænna ríkja gegn hvítrússneskum fyrirtækjum og einstaklingum sem taka þátt í kúgum andstæðinga Lúkasjenka og sjá Rússum fyrir vopnum í stríði þeirra í Úkraínu. „Svo lengi sem Hvíta-Rússland er undir stjórn Lúkasjenka og Pútín verður stöðug ógn við frið og öryggi alls svæðisins,“ sagði hún. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hétu því að halda uppi refsiaðgerðum gegn stjórn Lúkasjenka og áframhaldandi stuðningi við stjórnarandstöðuna og frjáls félagasamtök í Hvíta-Rússlandi. „Íbúar Hvíta-Rússlands höfðu ekki um neitt að velja. Þetta er sár dagur fyrir þá sem lengir eftir frelsi og lýðræði,“ skrifaði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, á samfélagsmiðlum. Lúkasjenka hefur verið við völd í 31 ár. Hann hélt meira en fjögurra klukkustunda langan blaðamanafund í gær þar sem hann sagði fangelsaða andstæðinga sína hafa valið sín eigin örlög og að honum væri „skítsama“ um vestræn ríki, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Belarús Mannréttindi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Þótt fjórir aðrir frambjóðendur hafi verið á kjörseðlinum mætti Lúkasjenka engri raunverulegri mótstöðu í kosningunum. Allir leiðtogir stjórnarandstöðunnar hafa verið fangelsaðir eða þeir hraktir úr landi. Sjálfstæðum fjölmiðlum er einnig bannað að starfa í landinu. Sviatlana Tsikhanouskaja, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði eftir frekari refsiagerðum vestrænna ríkja gegn hvítrússneskum fyrirtækjum og einstaklingum sem taka þátt í kúgum andstæðinga Lúkasjenka og sjá Rússum fyrir vopnum í stríði þeirra í Úkraínu. „Svo lengi sem Hvíta-Rússland er undir stjórn Lúkasjenka og Pútín verður stöðug ógn við frið og öryggi alls svæðisins,“ sagði hún. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hétu því að halda uppi refsiaðgerðum gegn stjórn Lúkasjenka og áframhaldandi stuðningi við stjórnarandstöðuna og frjáls félagasamtök í Hvíta-Rússlandi. „Íbúar Hvíta-Rússlands höfðu ekki um neitt að velja. Þetta er sár dagur fyrir þá sem lengir eftir frelsi og lýðræði,“ skrifaði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, á samfélagsmiðlum. Lúkasjenka hefur verið við völd í 31 ár. Hann hélt meira en fjögurra klukkustunda langan blaðamanafund í gær þar sem hann sagði fangelsaða andstæðinga sína hafa valið sín eigin örlög og að honum væri „skítsama“ um vestræn ríki, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Belarús Mannréttindi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“