Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 06:30 Sara Piffer þótti efnileg hjólreiðakona og var þegar farinn að safna sigrum á sínum ferli. @SaraPiffer Mikil reiði er á Ítalíu eftir að efnileg hjólakona varð fyrir bíl á æfingu og lést af sárum sínum. Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news) Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news)
Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti