Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:35 Musk á samkomu AfD í gærkvöldi. Vísir/AP Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. Musk kom fram í gegnum fjarfundarbúnað og ávarpaði samkomuna en þetta er í annað sinn sem hann lýsir yfir stuðningi við flokkinn og áherslumál hans á jafnmörgum vikum. Musk varaði í ræðu sinni við fjölmenningarstefnu og sagði mikilvægt að standa vörð um þýska menningu og gildi. Þá sagði hann að börn ættu ekki að vera „dæmd sek“ fyrir syndir foreldra sinna, og virtist þar vísa til forfeðra sem aðhylltust nasisma í Þýskalandi á síðustu öld. Hann ítrekaði enn fremur stuðning sinn við flokkinn og sagði hann besta kostinn fyrir Þýskaland. Fjölmiðlafár varð í liðinni viku eftir að Musk kom fram á viðburði tengdum innsetningarathöfn Donalds Trump og var sakaður um að hafa heilsað að nasistasið, sem Musk þvertekur fyrir að hafa gert. AfD er lengst til hægri á hinu pólitíska rófi í Þýskalandi. Flokkurinn var rekinn úr bandalagi fjarhægriflokka í fyrra eftir hrinu hneykslismála. Meðal þeirra voru ummæli Maximilian Krah, leiðtoga AfD á Evrópuþinginu, um að ekki allir nasistar hefðu verið stríðsglæpamenn og notkun annars flokksfélaga, Björn Höcke, á slagorði nasista. Elon Musk Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Musk kom fram í gegnum fjarfundarbúnað og ávarpaði samkomuna en þetta er í annað sinn sem hann lýsir yfir stuðningi við flokkinn og áherslumál hans á jafnmörgum vikum. Musk varaði í ræðu sinni við fjölmenningarstefnu og sagði mikilvægt að standa vörð um þýska menningu og gildi. Þá sagði hann að börn ættu ekki að vera „dæmd sek“ fyrir syndir foreldra sinna, og virtist þar vísa til forfeðra sem aðhylltust nasisma í Þýskalandi á síðustu öld. Hann ítrekaði enn fremur stuðning sinn við flokkinn og sagði hann besta kostinn fyrir Þýskaland. Fjölmiðlafár varð í liðinni viku eftir að Musk kom fram á viðburði tengdum innsetningarathöfn Donalds Trump og var sakaður um að hafa heilsað að nasistasið, sem Musk þvertekur fyrir að hafa gert. AfD er lengst til hægri á hinu pólitíska rófi í Þýskalandi. Flokkurinn var rekinn úr bandalagi fjarhægriflokka í fyrra eftir hrinu hneykslismála. Meðal þeirra voru ummæli Maximilian Krah, leiðtoga AfD á Evrópuþinginu, um að ekki allir nasistar hefðu verið stríðsglæpamenn og notkun annars flokksfélaga, Björn Höcke, á slagorði nasista.
Elon Musk Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira