Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 12:25 Ásgeir H. Ingólfsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld. Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld.
Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira