Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 16:54 Hermenn á lofti yfir Tibu í Catatumbo-héraði í Kólumbíu. EPA/MARIO CAICEDO Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela. Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni. Kólumbía Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni.
Kólumbía Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira