„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 22:41 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, sá breytingar í formi bætinga hjá sínum mönnum í kvöld. Hann er ekki í virkri leit að nýjum leikmanni en útilokar ekkert. vísir / diego Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. „Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá.
Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira