Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 23:39 Írar eru beðnir um að halda sig heima á morgun. GETTY/Andrew Milligan Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn. Írland Bretland Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn.
Írland Bretland Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira