52 ár fyrir Southport-morðin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 18:50 Teiknuð mynd af Axel Rudakubana þar sem hann öskrar yfir dómsalinn. AP/Elizabeth Cook Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin. Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin.
Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira