Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 23. janúar 2025 19:30 Basile átti góðan leik. vísir/Anton Tindastóll var ekki í teljandi vandræðum með Grindavík þegar liðin mættust á Króknum í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn hófst heldur fjörlega þar sem bæði lið byrjuðu með miklum krafti. Tindastóll aðeins sterkari og Adomas Drungilas skoraði af vild, bæði við körfuna og fyrir utan þriggja stiga línuna. Reyndist hann Grindvíkingum erfiður. Hinum megin var þetta jafnara. Devon Tomas var að komast að körfunni og Deandre Kane var öflugur þegar á þurfti að halda en Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta, staðan þá 29-21. Áfram hélt Tindastóll að stíga á bensíngjöfina í upphafi annars leikhluta. Héldu þeir Grindvíkingum í þægilegri fjarlægð. Dedrick Basile og Giannis Agravanis voru að taka til sín sóknarlega. Munurinn var orðinn 12 stig þegar Grindavík beit aðeins frá sér. Kristófer Breki setti skotinn sín niður og þeir kláruðu annan leikhluta sterkt. Að honum loknum leiddi Tindastóll með sex stigum, staðan 46-40. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleik, Grindavík komu flatir út ogáttu erfitt með að finna körfuna. Tindastóll jók muninn jafnt og þétt, munurinn kominn upp í 10 stig og hélst þannig út leikhlutann þangað til Davis Geks og Pétur Rúnar Birgisson settu tvær seinustu körfur fjórðungsins. Munurinn orðinn 15 stig. Það var mikill hiti og mikil læti í leikmönnum. En góðir dómarar leiksins voru með þetta allt undir stjórn. Fjórði leikhlutinn náði aldrei að verða spennandi, Tindastóll hélt Grindavík frá sér og þegar Grindavík gerði sig líklega þá komu körfur frá Tindastól. Eini leikmaður Grindavíkur sem var ógnandi sóknarlega var Kane en það bar ekki árangur sem erfiði. Tindastóll sigldi heim öruggum sigur, lokatölur 97-79. Atvikið Adomas Drungilas fær á sig ódrengilega villu þegar hann brýtur á Deandre Kane. Grindavík tapa svo boltanum í sókninni eftir vítaskotin og Kane og Ólafur Ólafsson fengu báðir tæknivillu fyrir að mótmæli og vildu fá innkast. Stjörnur Adomas Drungilas var maðurinn í kvöld fyrir Tindastól þá sérstaklega í fyrri hálfleik, Giannis Agravanis, Sadio Doucoure, Sigtryggur Arnar og Dedrick Basile fá allir háa einkunn á sóknarhelming en stiga skorið dreifðist vel í kvöld hjá Tindastól. Kane var ótrúlega öflugur í kvöld og hélt þessu í leik fyrir Grindavík mestmegnis allan leikinn. Kristófer Breki var einnig frábær og var næst stigahæstur hjá Grindavík og spilaði að venju góða vörn, þeir hefðu viljað fá meira frá öðrum í kvöld. Stemmning og umgjörð Frábær stemning frá báðum liðum. Geggjuð mæting í Síkið. Það var frítt inn í kvöld og fólk nýtti sér það. Meira svona takk. Dómarar [8.5] Leyfðu mönnum að takast á og gáfu réttilega tæknivillur og ódrengilegar villur. Flottir í kvöld. Kristinn yfirdómari sá til þess að þetta fór ekki í einhverja vitleysu. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastól var sáttur með frammistöðuna hjá liði sínu í kvöld. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink ,,Það er gott að koma heim og spila. Gott að vinna. Tvö lið á svipuðum stað, tvo góð stig. Við erum búnir að tala alla vikuna um varnar frammistöðu. Við höldum þeim í 79 stigum það er mjög gott og ég er mjög ánægður.” Tindastóll leiddi frá upphafi og Benedikt finnst það vera mikill styrkleiki. ,,Við leiðum allan leikinn, einu tveimur skrefi fyrir framan þá. Þetta var aldrei öruggt. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Þetta var aldrei 18 stiga leikur, þetta var járn í járn allan tímann. Við vorum heppnir að Mortensen var ekki að hitta illa, hann var að fá alltof mikið af opnum skotum. Sem betur fer var þetta ekki dagurinn hans. Annars virkilega ánægður, flott frammistaða heilt yfir. Sóknar og Varnarlega var mjög góður balance á þessu þetta var ekki annað hvort góð vörn eða góð sókn heldur var þetta bæði.” Það var mikill hiti og mikil læti í dag og mikið um pústra og flaut. ,,Er þetta ekki þessi árstími núna? Mig minnir að Kristinn Óskarsson hafi skrifað pistil fyrir mörgum árum að núna væri tíminn þegar liðin væru að raða sér í sætin fyrir úrslitakeppnina. Það væru allir meira tens og meira undir þá væru meira um tæknivillur og svona. En þetta var jafnt báðum meginn svo þetta jafnaðist út.” Jóhann Árni Ólafsson var ósáttur eftir tap sinna manna í kvöld. Jóhann Árni Ólafsson.UMFG ,,Vonbrigði. Við ætluðum að koma hingað í kvöld og sigra. Þannig tap er vonbrigði. Allir leikir eru jafnir, öll þið þurfa að sigra. Þetta er líkt úrslitakeppni” Grindavík lenti undir í upphafi leiks og náði ekki þessu áhlaupi sem þeir þurftu til að ná Tindastól aftur. ,,Við vorum alltaf að elta og reyna að tengja saman stopp og körfu og þegar við stoppuðum þá skoruðum við ekki og vandamálið var á báðum endum vallarins.” Grindavík situr í fjórða sæti deildarinnar. ,,Staðan í deildinni er einhvern veginn þannig að hún getur breyst á einni nóttu því liðin eru öll í einum hnapp. Einn sigur getur komið þér upp og einn sigur getur komið þér langt niður. Við erum að stara á frammistöðuna okkar og við erum mjög ósáttir við frammistöðuna okkar og það er það sem við erum að pæla í.” Bónus-deild karla Tindastóll UMF Grindavík
Tindastóll var ekki í teljandi vandræðum með Grindavík þegar liðin mættust á Króknum í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn hófst heldur fjörlega þar sem bæði lið byrjuðu með miklum krafti. Tindastóll aðeins sterkari og Adomas Drungilas skoraði af vild, bæði við körfuna og fyrir utan þriggja stiga línuna. Reyndist hann Grindvíkingum erfiður. Hinum megin var þetta jafnara. Devon Tomas var að komast að körfunni og Deandre Kane var öflugur þegar á þurfti að halda en Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta, staðan þá 29-21. Áfram hélt Tindastóll að stíga á bensíngjöfina í upphafi annars leikhluta. Héldu þeir Grindvíkingum í þægilegri fjarlægð. Dedrick Basile og Giannis Agravanis voru að taka til sín sóknarlega. Munurinn var orðinn 12 stig þegar Grindavík beit aðeins frá sér. Kristófer Breki setti skotinn sín niður og þeir kláruðu annan leikhluta sterkt. Að honum loknum leiddi Tindastóll með sex stigum, staðan 46-40. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleik, Grindavík komu flatir út ogáttu erfitt með að finna körfuna. Tindastóll jók muninn jafnt og þétt, munurinn kominn upp í 10 stig og hélst þannig út leikhlutann þangað til Davis Geks og Pétur Rúnar Birgisson settu tvær seinustu körfur fjórðungsins. Munurinn orðinn 15 stig. Það var mikill hiti og mikil læti í leikmönnum. En góðir dómarar leiksins voru með þetta allt undir stjórn. Fjórði leikhlutinn náði aldrei að verða spennandi, Tindastóll hélt Grindavík frá sér og þegar Grindavík gerði sig líklega þá komu körfur frá Tindastól. Eini leikmaður Grindavíkur sem var ógnandi sóknarlega var Kane en það bar ekki árangur sem erfiði. Tindastóll sigldi heim öruggum sigur, lokatölur 97-79. Atvikið Adomas Drungilas fær á sig ódrengilega villu þegar hann brýtur á Deandre Kane. Grindavík tapa svo boltanum í sókninni eftir vítaskotin og Kane og Ólafur Ólafsson fengu báðir tæknivillu fyrir að mótmæli og vildu fá innkast. Stjörnur Adomas Drungilas var maðurinn í kvöld fyrir Tindastól þá sérstaklega í fyrri hálfleik, Giannis Agravanis, Sadio Doucoure, Sigtryggur Arnar og Dedrick Basile fá allir háa einkunn á sóknarhelming en stiga skorið dreifðist vel í kvöld hjá Tindastól. Kane var ótrúlega öflugur í kvöld og hélt þessu í leik fyrir Grindavík mestmegnis allan leikinn. Kristófer Breki var einnig frábær og var næst stigahæstur hjá Grindavík og spilaði að venju góða vörn, þeir hefðu viljað fá meira frá öðrum í kvöld. Stemmning og umgjörð Frábær stemning frá báðum liðum. Geggjuð mæting í Síkið. Það var frítt inn í kvöld og fólk nýtti sér það. Meira svona takk. Dómarar [8.5] Leyfðu mönnum að takast á og gáfu réttilega tæknivillur og ódrengilegar villur. Flottir í kvöld. Kristinn yfirdómari sá til þess að þetta fór ekki í einhverja vitleysu. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastól var sáttur með frammistöðuna hjá liði sínu í kvöld. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink ,,Það er gott að koma heim og spila. Gott að vinna. Tvö lið á svipuðum stað, tvo góð stig. Við erum búnir að tala alla vikuna um varnar frammistöðu. Við höldum þeim í 79 stigum það er mjög gott og ég er mjög ánægður.” Tindastóll leiddi frá upphafi og Benedikt finnst það vera mikill styrkleiki. ,,Við leiðum allan leikinn, einu tveimur skrefi fyrir framan þá. Þetta var aldrei öruggt. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Þetta var aldrei 18 stiga leikur, þetta var járn í járn allan tímann. Við vorum heppnir að Mortensen var ekki að hitta illa, hann var að fá alltof mikið af opnum skotum. Sem betur fer var þetta ekki dagurinn hans. Annars virkilega ánægður, flott frammistaða heilt yfir. Sóknar og Varnarlega var mjög góður balance á þessu þetta var ekki annað hvort góð vörn eða góð sókn heldur var þetta bæði.” Það var mikill hiti og mikil læti í dag og mikið um pústra og flaut. ,,Er þetta ekki þessi árstími núna? Mig minnir að Kristinn Óskarsson hafi skrifað pistil fyrir mörgum árum að núna væri tíminn þegar liðin væru að raða sér í sætin fyrir úrslitakeppnina. Það væru allir meira tens og meira undir þá væru meira um tæknivillur og svona. En þetta var jafnt báðum meginn svo þetta jafnaðist út.” Jóhann Árni Ólafsson var ósáttur eftir tap sinna manna í kvöld. Jóhann Árni Ólafsson.UMFG ,,Vonbrigði. Við ætluðum að koma hingað í kvöld og sigra. Þannig tap er vonbrigði. Allir leikir eru jafnir, öll þið þurfa að sigra. Þetta er líkt úrslitakeppni” Grindavík lenti undir í upphafi leiks og náði ekki þessu áhlaupi sem þeir þurftu til að ná Tindastól aftur. ,,Við vorum alltaf að elta og reyna að tengja saman stopp og körfu og þegar við stoppuðum þá skoruðum við ekki og vandamálið var á báðum endum vallarins.” Grindavík situr í fjórða sæti deildarinnar. ,,Staðan í deildinni er einhvern veginn þannig að hún getur breyst á einni nóttu því liðin eru öll í einum hnapp. Einn sigur getur komið þér upp og einn sigur getur komið þér langt niður. Við erum að stara á frammistöðuna okkar og við erum mjög ósáttir við frammistöðuna okkar og það er það sem við erum að pæla í.”