Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun