Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 14:31 Frá írakska þinginu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara. Írak Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara.
Írak Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira