Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 12:01 Yahia Omar er lykilmaður í afar sterku liði Egyptalands. Getty/Luka Stanzl Ísland á fyrir höndum afar erfiðan leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í kvöld. Egyptar hafa síðustu ár verið með langsterkasta liðið utan Evrópu og átt fast sæti í hópi átta efstu á HM, og þangað stefna þeir líkt og Íslendingar. Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti