Leik lokið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2025 21:00 vísir/Anton Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. Aþena byrjaði leikinn skelfilega, tapaði boltanum í sífellu og lenti strax nokkuð langt á eftir Valskonum. Þjálfaranum þótti nóg komið eftir aðeins fimm mínútur, blés til leikhlés og lagði sínum konum nokkur vel valin orð í eyra. Eftir það batnaði spilamennskan til muna, varnarleikurinn sérstaklega og Valskonur hættu að fá greiða leið að körfunni í hverri sókn. Það sem eftir lifði var leikurinn mjög jafn. Orkustigið hátt, mikil barátta, ákefð og harka í varnarleiknum. Aþena skaut mikið fyrir utan, Valur leitaði frekar leiða að körfunni, en heilt yfir lítið skorað. Valskonur héldu fimm til tíu stiga forystu alveg þar til í fjórða leikhluta, þegar Aþena skellti í lás og fékk aðeins á sig sjö stig á heilum tíu mínútum. Eftir að hafa verið undir allan leikinn komust þær svo yfir þegar aðeins um mínúta var eftir, 60-61. Jizelle Thomas skoraði þá mikilvæg stig fyrir Val og kom þeim aftur yfir. Lynn Peters klikkaði svo undir körfunni í næstu sókn Aþenu og braut í kjölfarið á Guðbjörgu Sverrisdóttur, hún fór á línuna og breikkaði bilið í tvö stig, 63-61. Aþena hafði aðeins 3,2 sekúndur til að taka lokaskot leiksins og tókst það ekki. Boltinn var gefinn upp á topp vítateigsins, síðan áframsendur tvisvar og endaði úti í horni, en tíminn var runninn út áður en skotið fór loksins upp í loft. Bónus-deild kvenna Valur Aþena
Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. Aþena byrjaði leikinn skelfilega, tapaði boltanum í sífellu og lenti strax nokkuð langt á eftir Valskonum. Þjálfaranum þótti nóg komið eftir aðeins fimm mínútur, blés til leikhlés og lagði sínum konum nokkur vel valin orð í eyra. Eftir það batnaði spilamennskan til muna, varnarleikurinn sérstaklega og Valskonur hættu að fá greiða leið að körfunni í hverri sókn. Það sem eftir lifði var leikurinn mjög jafn. Orkustigið hátt, mikil barátta, ákefð og harka í varnarleiknum. Aþena skaut mikið fyrir utan, Valur leitaði frekar leiða að körfunni, en heilt yfir lítið skorað. Valskonur héldu fimm til tíu stiga forystu alveg þar til í fjórða leikhluta, þegar Aþena skellti í lás og fékk aðeins á sig sjö stig á heilum tíu mínútum. Eftir að hafa verið undir allan leikinn komust þær svo yfir þegar aðeins um mínúta var eftir, 60-61. Jizelle Thomas skoraði þá mikilvæg stig fyrir Val og kom þeim aftur yfir. Lynn Peters klikkaði svo undir körfunni í næstu sókn Aþenu og braut í kjölfarið á Guðbjörgu Sverrisdóttur, hún fór á línuna og breikkaði bilið í tvö stig, 63-61. Aþena hafði aðeins 3,2 sekúndur til að taka lokaskot leiksins og tókst það ekki. Boltinn var gefinn upp á topp vítateigsins, síðan áframsendur tvisvar og endaði úti í horni, en tíminn var runninn út áður en skotið fór loksins upp í loft.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti