Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. janúar 2025 20:44 88 prósent félagsmanna kusu með verkfalli. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“ Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“
Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira