Fótbolti

Neymar á heim­leið?

Siggeir Ævarsson skrifar
Neymar í leik með Santos árið 2012, þá tvítugur að aldri
Neymar í leik með Santos árið 2012, þá tvítugur að aldri vísir/Getty

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni.

Neymar gekk til liðs við Al Hilal haustið 2023 en hefur aðeins leikið sjö leiki með liðinu síðan þá vegna meiðsla. Fyrst sleit hann krossband og meiddist svo aftur í nóvember þegar hann kom til baka eftir krossbandsslitin.

Samningur hans við Al Hilal rennur út í sumar og þrátt fyrir að Neymar hafi þénað vel í Sádí Arabíu er ekki talið líklegt að hann framlengi samninginn ef liðið hefur á annað borð áhuga á að halda honum. Hann er sem sakir standa ekki skráður í leikmannahóp liðsins í deildinni þar sem liðið hefur fullnýtt heimild sína til að skrá erlenda leikmenn í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×