Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 13:31 Ólafur Stefánsson vandaði sínum gamla þjálfara, Guðmundi Guðmundssyni, ekki kveðjurnar í Handkastinu. vísir/getty/vilhelm Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50. Danski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50.
Danski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti