Þrír látnir eftir loftárás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. janúar 2025 11:29 Stór gígur var í götunni eftir loftárásina. ap/efrem lukatsky Þrír eru látnir eftir að Rússar gerðu loftárás á höfuðborg Úkraínu. Ekki er vitað hvert skotmark Rússa var. Klukkan sex um morgun á staðartíma lentu rússnesk flugskeyti í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Þá gerðu Rússar einnig drónaárás. Þrír létust vegna loftárásanna. Á götu í Shevchenkivskyi hverfinu í Kænugarði er gígur eftir skotflaug af tegundinni Iskander-M samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Óljóst er hvert skotmark Rússa var en í sprenginunni eyðilögðust neðanjarðarlestarstöð og vatnsleiðsla. Brenndar leifar af sendiferðabíl voru fyrir utan lestarstöðina en að minnsta kosti einn einstaklingur var inni í bílnum. Úkraínski herinn segist hafa náð að eyðileggja 24 af 39 drónunum og tveimur af fjórum flugskeytum Rússa. Annað loftsketyið hafi þá verið eyðilagt nálægt jörðu og þar af leiðandi valdið miklum skemmdum. „Það voru þrjár sprengingar í röð, svo var mikið ljós frá eldi á himninum - og byggingin hristist. Þetta var mjög hávært,“ segir Oleksandr, ungur maður sem býr í Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Reuters réðust Rússar einnig á borgina Zaporizhzhia. Tíu manns særðust í árásinni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Klukkan sex um morgun á staðartíma lentu rússnesk flugskeyti í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Þá gerðu Rússar einnig drónaárás. Þrír létust vegna loftárásanna. Á götu í Shevchenkivskyi hverfinu í Kænugarði er gígur eftir skotflaug af tegundinni Iskander-M samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Óljóst er hvert skotmark Rússa var en í sprenginunni eyðilögðust neðanjarðarlestarstöð og vatnsleiðsla. Brenndar leifar af sendiferðabíl voru fyrir utan lestarstöðina en að minnsta kosti einn einstaklingur var inni í bílnum. Úkraínski herinn segist hafa náð að eyðileggja 24 af 39 drónunum og tveimur af fjórum flugskeytum Rússa. Annað loftsketyið hafi þá verið eyðilagt nálægt jörðu og þar af leiðandi valdið miklum skemmdum. „Það voru þrjár sprengingar í röð, svo var mikið ljós frá eldi á himninum - og byggingin hristist. Þetta var mjög hávært,“ segir Oleksandr, ungur maður sem býr í Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Reuters réðust Rússar einnig á borgina Zaporizhzhia. Tíu manns særðust í árásinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira