Enski boltinn

Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur á­huga

Aron Guðmundsson skrifar
Garnacho í leik Manchester United gegn Arsenal á dögunum
Garnacho í leik Manchester United gegn Arsenal á dögunum Vísir/Getty

Alejandro Garnacho, leik­maður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er undir smá­sjá Chelsea sem íhugar að styrkja leik­manna­hóp sinn í yfir­standandi félags­skipta­glugga.

Það er Sky Sports sem greinir frá en Chelsea er hins vegar ekki eina félagið sem er á höttunum eftir Garnacho því ítalska úr­vals­deildar­félagið Napoli sér hann sem full­kominn arf­taka Georgíu­mannsins Khicha Kvaratsk­heli­a sem er að ganga í raðir Paris Saint-Germain.

Heimildir Sky Sports herma þó að Manchester United sé ekki reiðu­búið að selja Garnacho, það þyrfti til risa kaup­til­boð til að koma forráðamönnum félagsins af þeirri skoðun.

Garnacho gekk til liðs við Manchester United frá spænska félaginu At­letico Madrid árið 2020. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 117 leikjum fyrir aðallið félagsins, skorað 23 mörk og gefið fjórtán stoð­sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×