Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 11:18 Jamie Foxx er þakklátur fyrir að vera á lífi. EPA-EFE/HANNIBAL HANSCHKE Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hélt að læknarnir væru að grínast þegar þeir sögðu honum að hann hefði verið í dái í tuttugu daga þegar hann vaknaði loksins á spítala í apríl 2023. Hann segist ekkert muna frá þessu tímabili. Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“ Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“
Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira