Handbolti

Mynda­syrpa úr stór­sigri strákanna í fyrsta leik á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson fékk eitt slæmt högg en hélt áfram. Hann nýtti öll átta skotin sín og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.
Orri Freyr Þorkelsson fékk eitt slæmt högg en hélt áfram. Hann nýtti öll átta skotin sín og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila.

Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson komst reyndar ekki á blað því hann var rekinn af velli með rautt spjald. Með sama áframhaldið fær hann viðurnefnið Elliði rauði enda fékk hann líka rautt spjald á móti Svíum rétt fyrir mót. Vonandi búinn að taka þetta út núna.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var á leiknum í Zagreb í gær og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir neðan.

Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði á bekknum en kom inn með eitt mark og tvær stoðsendingar.Vísir/Vilhelm
Viggó Kristjánsson kom að flestum mörkum í leiknum eða alls níu, skoraði þrjú og gaf sex stoðsendingar.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már Elísson kom inn í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk.Vísir/Vilhelm
Það voru auðvitað hressir Íslendingar í stúkunni.Vísir/Vilhelm
Þessir vildu eiga minningu um kvöldið og góðan sigur.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari leyfði öllum að spila og tólf skoruðu.Vísir/Vilhelm
Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson fékk rauða spjaldið og spilaði því ekki mikið í kvöld.Vísir/Vilhelm
Janus Daði Smárason var valinn besti maður vallarins af mótshöldurum.Vísir/Vilhelm
Orri Freyr Þorkelsson var að spila sinn fyrsta leik á HM en Björgvin Páll Gústavsson er á sínu áttunda heimsmeistaramóti.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson varði mjög vel í leiknum í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson fær hér harðar móttökur frá leikmanni Grænhöfðaeyja.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×