„Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 20:17 Það er tvöfalt meira að gera hjá Steinari Smára Guðbergssyni í baráttunni við veggjalús en á sama tíma í fyrra. Hann er vel vopnaður gegn óværunni og heldur hér á þurrgufuhitara og hylki með skordýraeitri. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu. Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun
Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30
Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03