Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 17:42 Landsréttur dæmdi í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira