Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2025 12:07 Slökkviliðsmenn að störfum sumarið 2023. Vísir/Vilhelm Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira