Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2025 12:07 Slökkviliðsmenn að störfum sumarið 2023. Vísir/Vilhelm Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum