Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 12:17 Brot af plagati fyrir þáttinn Fjallið það öskar og þá Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem telur verk að vinna fyrir nýjan forseta, að veita þeim sérstaka viðurkenningu sem stóðu í stórræðum við björgunarstörf fyrir vestan. Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan snjóflóðin féllu á Súðavík og harmur lagðist yfir þjóðina. vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína. Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira