Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 11:25 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans virðast hitta í mark hjá breskum kjósendum um þessar mundir. Vísir/EPA Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Sjá meira
Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Sjá meira