Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 10:24 Guðlaugur Þór Þórðarson var orkuráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann er ekki sáttur við pillu eftirmanns síns um að hversu skammt vinna við einföldun leyfisveitingaferlis fyrir virkjanir hafi verið komin við stjórnarskiptin í desember. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Átján létust í troðningi Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira
Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Átján létust í troðningi Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira