Viðskipti innlent

Hlutur ríkisins í Ís­lands­banka seldur á árinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu.

Ráðherra sagði málið verða kynnt í þinginu á vormánuðum. Spurður um mögulega sölu á Landsbankanum sagði hann engar áætlanir uppi um það eins og staðan væri í dag.

Samkvæmt RÚV er hlutur ríkisins í Íslandsbanka metinn á um 100 milljarða króna.

Til stóð að selja helming hlutarins í fyrr og helming á þessu ári en í október síðastliðnum ákvað ráðherranefnd um ríkisfjármál að fresta sölunni. Var meðal annars vísað til markaðsaðstæðna og þess að stutt væri til kosninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×