Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2025 14:45 Reynir Traustason er um þessar munir á 13. degi í föstu. Hann segir fyrstu fimm dagana erfiðasta. Nú er hann hvell skýr. vísir/vilhelm Reynir Traustason, sem um næstu mánaðarmót lætur af störfum sem ritstjóri Mannlífs, er nú í miðri föstu og hann lætur vel af sér. „Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“ Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
„Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“
Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira