Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 11:47 Eyþór Wöhler er mættur í appelsínugulu treyjuna. Fylkir Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin. Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina. Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina.
Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira