Körfubolti

Góður leikur Elvars í mikil­vægum sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elvar Már og félagar unnu góðan sigur.
Elvar Már og félagar unnu góðan sigur. maroussi

Elvar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir lið Maroussi sem vann mikilvægan sigur í gríska körfuboltanum í dag.

Maroussi var í neðsta sæti grísku deildarinnar fyrir leikinn með sextán stig en í Grikklandi fá lið tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir tap. Maroussi hafði unnið þrjá leiki í fyrstu sextán umferðum deildarinnar fyrir leikinn.

Andstæðingar Maroussi í dag var lið Peristeri sem var í 9. sæti en leikið var á heimavelli Peristeri. Fyrri hálfleikur var jafn og leiddu gestirnir í Maroussi með þremur stigum eftir fyrri hálfleikinn. Staðan 37-34 að honum loknum.

Elvar Már var í lykilhlutverk hjá Maroussi í leiknum eins og venjulega og stýrði sóknarleiknum vel. Gestirnir voru mun sterkara liðið í seinni hálfleiknum. Þeir unnu þriðja leikhlutann 28-19 og bættu síðan í forystuna í fjórða leikhluta þar sem þeir náðu mest sextán stiga forskoti.

Maroussi vann að lokum 86-81 og lyftir sér með sigrinum ofar í töflunni. Elvar Már lauk leik með 10 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst og var þriðji framlagshæsti leikmaður síns liðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×