Innlent

Rútur skullu saman á Hellu

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð inni á Hellu.
Slysið varð inni á Hellu. Vísir/Vilhelm

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að talsvert viðbragð hafi verið viðhaft vegna slyssins en að fljótlega hafi komið í ljós að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Hópslysaáætlun hafi verið virkjuð og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrslusveitin hafi verið að undirbúa flugtak frá Reykjavík þegar hún var afturkölluð.

Veistu meira um málið? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×