Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2025 18:03 Jose Mourinho er orðaður við Everton starfið en það virðist þó vera lítið á bak við þær vangaveltur. Getty/Richard Sellers Enskir miðlar eru strax farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira