Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun