Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 13:33 Gunnlaugur Árni Sveinsson keppir fyrir hönd Evrópu í Bonallack-bikarnum. Hér slær hann á vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. EGA Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira