Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2025 13:36 Jón Rúnar var formaður knattspyrnudeildar FH á árunum 2005 til 2019. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH segir fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að hafa makað krókinn á viðskiptum fyrirtækis hans við FH vegna byggingar knatthússins Skessunnar. Hann segir ásakanir um ólöglegt, eða í það minnsta ósiðlegt athæfi, svíða. Í síðasta mánuði var fjallað um málið sem Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildarinnar, vísar til í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Jón Rúnar segir að nafn hans hafi dregist inn í umfjöllun um byggingarkostnað Skessunnar, sem og fyrirtækis hans, Best-hús ehf. Umfjöllunin hafi öll byggst á skýrslu Deloitte vegna fyrirhugaðra kaupa Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni. Sakaður um að hafa makað krókinn Hamrað hafi verið á því í umfjölluninni að félag Jóns hefði fengið greiddar 350 milljónir króna frá FH, og „látið að því liggja að ekki væru haldbærar skýringar á þessum greiðslum“. Eins hafi blandast inn í umfjöllunina endurgreiðslur FH á vaxta- og verðbótalausum lánum Best-húsa ehf. til FH, sem hafi ekki komið byggingu Skessunnar við á nokkurn hátt. „Í raun sökuðu fjölmiðlar mig og fyrirtæki mitt ranglega um að hafa með ólögmætum eða í það minnsta ósiðlegum hætti makað krókinn á viðskiptum við FH vegna byggingar Skessunnar,“ segir í yfirlýsingu Jóns Rúnars. Engin staðfestingarvinna hafi farið fram Jón Rúnar segir engan þeirra fjölmiðla sem fjallað hafi um málið gefið því gaum að í skýrslunni væri þess sérstaklega getið að engin staðfestingarvinna hefði átt sér stað við gerð hennar og að hún gæti ekki að nokkru leyti talist grundvöllur endurskoðunar eða áreiðanleikakönnunar. „Þá tók Deloitte ehf. fram að félagið gæti ekki staðfest nákvæmni upplýsinga eða hvort upplýsingar og gögn sem Deloitte ehf. hafði aflað væru rétt eða fullnægjandi, þar sem ekki var leitað sérstaklega eftir því. Einnig að þarna séu ábendingar, án þess að hægt sé að draga ályktanir af þeim.“ Deloitte hafi aldrei haft samband við Jón Rúnar til að fá gögn eða skýringar á greiðslum FH til félags hans. „Hefðu starfsmenn Deloitte ehf. aflað gagna frá Best-húsum ehf. hefðu þeir séð og getað staðreynt að hvorki ég persónulega né Best-hús ehf. höfum haft nokkurn hagnað af byggingu Skessunnar.“ Öllum gerð grein fyrir málavöxtu Jón Rúnar segir að allir þeir fjármunir sem FH greiddi til Best-húsa hafi runnið til framleiðanda og seljanda burðarvirkis og ytra byrðis Skessunnar. Sá kostnaður, að viðbættum flutningskostnaði, hafi verið grundvöllur virðisaukaskatts sem greiddur hafi verið við innflutning, auk annarra gjalda vegna tollafgreiðslu. „Rétt er að taka fram að öllum hlutaðeigandi, þ.e. aðalstjórn FH, forráðamönnum Hafnarfjarðarbæjar sem og Deloitte hefur verið gerð grein fyrir því hvernig greiðslum þessum var háttað.“ Jón Rúnar segir að fjölmiðlaumfjöllun um málið hafi verið á þann veg að eitthvað óeðlilegt eða jafnvel ósiðlegt hafi verið við það að félag hans hafi verið milligönguaðili í umræddum kaupum. „Á það skal bent að árið 2018 bauð Hafnarfjarðarbær út byggingu á knatthúsi fyrir FH í Kaplakrika. Í verkið buðu þrír aðilar og voru allir, þar á meðal lægstbjóðandi, með tilboð frá Best-húsum ehf. í burðargrind og ytra byrði hússins sem og hönnun þess.“ Svíður ásakanirnar Áður hafi komið fram að bærinn hafi hætt við útboðið og hafnað öllum tilboðum. Þegar bærinn og FH hafi gert með sér samkomulag um að FH stæði að byggingu hússins hafi legið beinast við að nota sömu lausn og hönnun sem legið hafi til grundvallar áður fram komnun tilboðum, enda um hagkvæma lausn að ræða. „Aðdragandi þessa máls er sá í upphafi árs 2023 óskaði FH eftir því við bæinn að hann tæki á leigu eða keypti knatthúsið Skessuna, sem félagið hafði reist og tekið í notkun haustið 2019. Var það gert á grundvelli opinberrar stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að eiga og reka öll íþróttamannvirki í Hafnarfirði.“ Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Deloitte til þess að vermeta Skessuna en verðmatsskýrsla hafi legið fyrir í apríl 2024. Í henni hafi komið fram að verðmæti Skessunnar væri á bilinu 1,5 til liðlega 2 milljarðar króna. Bærinn hafi í kjölfarið ráðið Deloitte til að vinna aðra skýrslu um byggingar- og rekstrarkostnað Skessunnar. Þegar sú skýrsla hafi legið fyrir, með öllum ofangreindum fyrirvörum, hafi einhverjir talið sér í hag að leka henni til fjölmiðla, með þeim afleiðingum að Hafnarfjarðarbær hafi látið öllum fjölmiðlum hana í té. „Ég er og hef allt tíð verið FH-ingur, ber hag félagsins ávallt fyrir brjósti og því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja undir ásökunum í fjölmiðlum hvað mál þetta varðar.“ Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í síðasta mánuði var fjallað um málið sem Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildarinnar, vísar til í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Jón Rúnar segir að nafn hans hafi dregist inn í umfjöllun um byggingarkostnað Skessunnar, sem og fyrirtækis hans, Best-hús ehf. Umfjöllunin hafi öll byggst á skýrslu Deloitte vegna fyrirhugaðra kaupa Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni. Sakaður um að hafa makað krókinn Hamrað hafi verið á því í umfjölluninni að félag Jóns hefði fengið greiddar 350 milljónir króna frá FH, og „látið að því liggja að ekki væru haldbærar skýringar á þessum greiðslum“. Eins hafi blandast inn í umfjöllunina endurgreiðslur FH á vaxta- og verðbótalausum lánum Best-húsa ehf. til FH, sem hafi ekki komið byggingu Skessunnar við á nokkurn hátt. „Í raun sökuðu fjölmiðlar mig og fyrirtæki mitt ranglega um að hafa með ólögmætum eða í það minnsta ósiðlegum hætti makað krókinn á viðskiptum við FH vegna byggingar Skessunnar,“ segir í yfirlýsingu Jóns Rúnars. Engin staðfestingarvinna hafi farið fram Jón Rúnar segir engan þeirra fjölmiðla sem fjallað hafi um málið gefið því gaum að í skýrslunni væri þess sérstaklega getið að engin staðfestingarvinna hefði átt sér stað við gerð hennar og að hún gæti ekki að nokkru leyti talist grundvöllur endurskoðunar eða áreiðanleikakönnunar. „Þá tók Deloitte ehf. fram að félagið gæti ekki staðfest nákvæmni upplýsinga eða hvort upplýsingar og gögn sem Deloitte ehf. hafði aflað væru rétt eða fullnægjandi, þar sem ekki var leitað sérstaklega eftir því. Einnig að þarna séu ábendingar, án þess að hægt sé að draga ályktanir af þeim.“ Deloitte hafi aldrei haft samband við Jón Rúnar til að fá gögn eða skýringar á greiðslum FH til félags hans. „Hefðu starfsmenn Deloitte ehf. aflað gagna frá Best-húsum ehf. hefðu þeir séð og getað staðreynt að hvorki ég persónulega né Best-hús ehf. höfum haft nokkurn hagnað af byggingu Skessunnar.“ Öllum gerð grein fyrir málavöxtu Jón Rúnar segir að allir þeir fjármunir sem FH greiddi til Best-húsa hafi runnið til framleiðanda og seljanda burðarvirkis og ytra byrðis Skessunnar. Sá kostnaður, að viðbættum flutningskostnaði, hafi verið grundvöllur virðisaukaskatts sem greiddur hafi verið við innflutning, auk annarra gjalda vegna tollafgreiðslu. „Rétt er að taka fram að öllum hlutaðeigandi, þ.e. aðalstjórn FH, forráðamönnum Hafnarfjarðarbæjar sem og Deloitte hefur verið gerð grein fyrir því hvernig greiðslum þessum var háttað.“ Jón Rúnar segir að fjölmiðlaumfjöllun um málið hafi verið á þann veg að eitthvað óeðlilegt eða jafnvel ósiðlegt hafi verið við það að félag hans hafi verið milligönguaðili í umræddum kaupum. „Á það skal bent að árið 2018 bauð Hafnarfjarðarbær út byggingu á knatthúsi fyrir FH í Kaplakrika. Í verkið buðu þrír aðilar og voru allir, þar á meðal lægstbjóðandi, með tilboð frá Best-húsum ehf. í burðargrind og ytra byrði hússins sem og hönnun þess.“ Svíður ásakanirnar Áður hafi komið fram að bærinn hafi hætt við útboðið og hafnað öllum tilboðum. Þegar bærinn og FH hafi gert með sér samkomulag um að FH stæði að byggingu hússins hafi legið beinast við að nota sömu lausn og hönnun sem legið hafi til grundvallar áður fram komnun tilboðum, enda um hagkvæma lausn að ræða. „Aðdragandi þessa máls er sá í upphafi árs 2023 óskaði FH eftir því við bæinn að hann tæki á leigu eða keypti knatthúsið Skessuna, sem félagið hafði reist og tekið í notkun haustið 2019. Var það gert á grundvelli opinberrar stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að eiga og reka öll íþróttamannvirki í Hafnarfirði.“ Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Deloitte til þess að vermeta Skessuna en verðmatsskýrsla hafi legið fyrir í apríl 2024. Í henni hafi komið fram að verðmæti Skessunnar væri á bilinu 1,5 til liðlega 2 milljarðar króna. Bærinn hafi í kjölfarið ráðið Deloitte til að vinna aðra skýrslu um byggingar- og rekstrarkostnað Skessunnar. Þegar sú skýrsla hafi legið fyrir, með öllum ofangreindum fyrirvörum, hafi einhverjir talið sér í hag að leka henni til fjölmiðla, með þeim afleiðingum að Hafnarfjarðarbær hafi látið öllum fjölmiðlum hana í té. „Ég er og hef allt tíð verið FH-ingur, ber hag félagsins ávallt fyrir brjósti og því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja undir ásökunum í fjölmiðlum hvað mál þetta varðar.“
Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum