Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2025 13:49 Seltjarnarneskirkja á samnefndu Nesi. Vísir/Arnar Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. „Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld. Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld.
Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira