Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2025 13:49 Seltjarnarneskirkja á samnefndu Nesi. Vísir/Arnar Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. „Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld. Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld.
Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira