Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2025 12:11 Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 og hófust viðræður um ári síðar. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að Ísland yrði ekki lengur talið í hóp umsóknarríkja og lauk þá viðræðum. Getty Fleiri eru andvígir aðild að Evrópusambandinu en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Meirihluti vill þó að þjóðin fái að ganga til atkvæðagreiðslu um málið. Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“ Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“
Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira