Lífið

Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix

Samúel Karl Ólason skrifar
Meghan Markle í eldhúsinu í nýju þáttunum.
Meghan Markle í eldhúsinu í nýju þáttunum. Netflix

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, og Netflix hafa opinberað nýja þætti hennar sem frumsýndir verða í mánuðinum. Af því tilefni sneri hún aftur á samfélagsmiðla á nýrri síðu á Instagram.

Þættirnir, bera titilinn „With Love, Meghan“ en um er að ræða svokallaða „lífsstílsþætti“ þar sem hertogaynjan mun eiga í „heiðarlegu samtali“, samkvæmt tilkynningu Netflix.

Þættirnir verða átta talsins og er hver þeirra um hálftími að lengd. Í hverjum þætti bíður hún gömlum og nýjum vinum í heimsókn og taka þau saman höndum í eldhúsinu. Þættirnir voru teknir upp í Kaliforníu þar sem þau Harry Bretaprins búa ásamt tveimur börnum þeirra.

Meghan birti stiklu fyrir þættina á nýju Instagram-síðu sinni í dag. Þar sagðist hún vonast til þess að áhorfendur elskuðu þættina jafn mikið og hún. Prinsinum bregður fyrir í stiklunni.

Áður hafði hún birt stutt myndband af sér á ströndinni.

Þau hjón gerðu árið 2020 samning við Netflix og hafa síðan þá verið gerðar fjórar sjónvarpsþáttaraðir. Ein þeirra var heimildarþáttarröð um vegferð hjónanna eftir að þau slitu tengsl sín við bresku konungsfjölskylduna. Naut hún mikilla vinsælda. Hinar þrjár sneru að Invicuts leikunum sem Harry skipuleggur, að starfsemi Archewell, sjóðs sem þau stýra, og að atvinnumennsku í póló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.