Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2025 07:31 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon fagna góðum sigri íslenska handboltalandsliðsins sem hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár. HSÍ hefur notið góðs að því þegar kemur að styrkjum úr Afrekssjóði ÍSÍ. HSÍ Handknattleiksamband Íslands er áfram það sérsamband sem fær langmestu úthlutað úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna. Sagt er frá úthlutuninni í ár á heimasíðu sambandsins. Knattspyrnusamband Íslands er eina sambandið, af þeim sem sóttu um í ár, sem fær ekki krónu úthlutað en rökin eru sterk fjárhagsstaða sambandsins miðað við önnur sambönd. KSÍ gæti þó fengið styrk á endanum þökk sé nýjum samningi við ríkið um stærri styrk. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 milljónir króna vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Von á viðbót í byrjun árs ÍSÍ skrifaði í nóvember undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem fram kemur að framlag ráðuneytisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá fyrra ári vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksmála sem byggir á áherslum í skýrslu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. „Eru væntingar til þess að þetta nýja fjármagn verði fyrsta skrefið í að styrkja verulega umhverfi afreksíþróttastarfs á Íslandi. Verið er að vinna í skiptingu þessa nýja fjármagns miðað við þær áherslur sem koma fram í skýrslu starfshópsins og munu tillögur að skiptingu þess liggja fyrir snemma á nýju ári og stefnt að úthlutun viðbótarstuðnings til sérsambanda ÍSÍ strax í byrjun árs,“ segir í fréttinni á heimsíðu ÍSÍ. Alls sendu 33 sérsambönd umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. 32 sérsambönd hljóta styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ við þessa úthlutun fyrir árið 2025.' Aðeins fimmtán prósent af kostnaði Heildarkostnaður afreksstarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2025 er áætlaður um 3,4 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins um fimmtán prósent af áætluðum heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um. Við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2025 var í annað sinn unnið eftir þeirri reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ sem samþykkt var í nóvember 2023 þar sem sérsamböndum er skipt í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Við ákvörðun á styrkupphæðum til sérsambanda er horft til flokkunar þeirra í afreksflokka. Hljóta þau styrki vegna ákveðinna áhersluþátta eftir því hvaða flokki og þrepi þau tilheyra. Þannig hljóta sérsambönd styrk eftir fjölda stöðugilda í afreksstarfi, þátttöku og árangri fullorðinna og ungmenna í stórmótum, vegna hæfileikamótunar, heilbrigðisteymis og menntunar þjálfara og dómara. Að auki eru sérsamböndin styrkt vegna mögulegrar þátttöku á Ólympíuleikum og vegna framúrskarandi einstaklinga. Til viðbótar eru svo Afrekssérsambönd styrkt um hluta af ferðakostnaði þeirra í mót og keppnir þar sem styrkfjárhæð fer eftir stærð móta. Dómarar og þjálfarar með á ný Helstu breytingar á milli ára eru þær að við úthlutun vegna ársins 2025 er menntun dómara og þjálfara sérstaklega styrkt á ný en sérstakir styrkir vegna þessara afreksþátta höfðu verið veittir fram til ársins 2023 en felldir út árið 2024. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku. KSÍ á enn von um að fá styrk Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins. Hér má sjá allan lista yfir styrk til ákveðinna íþróttasambanda. Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633 ÍSÍ Tengdar fréttir Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17 KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16 Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31 HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16 HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna. Sagt er frá úthlutuninni í ár á heimasíðu sambandsins. Knattspyrnusamband Íslands er eina sambandið, af þeim sem sóttu um í ár, sem fær ekki krónu úthlutað en rökin eru sterk fjárhagsstaða sambandsins miðað við önnur sambönd. KSÍ gæti þó fengið styrk á endanum þökk sé nýjum samningi við ríkið um stærri styrk. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 milljónir króna vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Von á viðbót í byrjun árs ÍSÍ skrifaði í nóvember undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem fram kemur að framlag ráðuneytisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá fyrra ári vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksmála sem byggir á áherslum í skýrslu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. „Eru væntingar til þess að þetta nýja fjármagn verði fyrsta skrefið í að styrkja verulega umhverfi afreksíþróttastarfs á Íslandi. Verið er að vinna í skiptingu þessa nýja fjármagns miðað við þær áherslur sem koma fram í skýrslu starfshópsins og munu tillögur að skiptingu þess liggja fyrir snemma á nýju ári og stefnt að úthlutun viðbótarstuðnings til sérsambanda ÍSÍ strax í byrjun árs,“ segir í fréttinni á heimsíðu ÍSÍ. Alls sendu 33 sérsambönd umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. 32 sérsambönd hljóta styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ við þessa úthlutun fyrir árið 2025.' Aðeins fimmtán prósent af kostnaði Heildarkostnaður afreksstarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2025 er áætlaður um 3,4 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins um fimmtán prósent af áætluðum heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um. Við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2025 var í annað sinn unnið eftir þeirri reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ sem samþykkt var í nóvember 2023 þar sem sérsamböndum er skipt í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Við ákvörðun á styrkupphæðum til sérsambanda er horft til flokkunar þeirra í afreksflokka. Hljóta þau styrki vegna ákveðinna áhersluþátta eftir því hvaða flokki og þrepi þau tilheyra. Þannig hljóta sérsambönd styrk eftir fjölda stöðugilda í afreksstarfi, þátttöku og árangri fullorðinna og ungmenna í stórmótum, vegna hæfileikamótunar, heilbrigðisteymis og menntunar þjálfara og dómara. Að auki eru sérsamböndin styrkt vegna mögulegrar þátttöku á Ólympíuleikum og vegna framúrskarandi einstaklinga. Til viðbótar eru svo Afrekssérsambönd styrkt um hluta af ferðakostnaði þeirra í mót og keppnir þar sem styrkfjárhæð fer eftir stærð móta. Dómarar og þjálfarar með á ný Helstu breytingar á milli ára eru þær að við úthlutun vegna ársins 2025 er menntun dómara og þjálfara sérstaklega styrkt á ný en sérstakir styrkir vegna þessara afreksþátta höfðu verið veittir fram til ársins 2023 en felldir út árið 2024. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku. KSÍ á enn von um að fá styrk Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins. Hér má sjá allan lista yfir styrk til ákveðinna íþróttasambanda. Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633
Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633
ÍSÍ Tengdar fréttir Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17 KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16 Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31 HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16 HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17
KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16
Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31
HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16
HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00