Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar 1. janúar 2025 15:00 Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun