Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Gabriela Dabrowski dreifði bleikum boltum til áhorfenda áður en greindi frá brjóstakrabbameininu. Clive Brunskill/Getty Images Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024. „Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum. Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
„Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum.
Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira