Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:54 ,Vilhelm einkasafn, Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið. Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið.
Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira