Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 14:03 Mjög mikið er byggt af nýju húsnæði í Hveragerði og sömu sögu er að segja um Sveitarfélagið Ölfuss og Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira