Lögreglu var um klukkan eitt í nótt tilkynnt um mann á fertugsaldri sem hafði í hótunum við aðra.
Skotbardagi hófst milli lögreglu og mannsins sem endaði með þeim hætti að hann og tveir lögregluþjónar urðu fyrir skotum. Allir voru fluttir á slysadeild og lést maðurinn og annar lögregluþjónninn af sárum sínum í nótt.
Lögreglumaðurinn sem lést var einungis um tvítugt.
Sá þriðji sem varð fyrir skoti er einnig lögreglufulltrúi og segir í frétt NRK að ekki sé vitað hversu alvarlega særður hann er.