Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 08:02 Hákon Rafn Valdimarsson er tuttugasti Íslendingurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Alex Pantling/Getty Images Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi. Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira