Innlent

Holta­vörðu­heiði enn lokuð

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka eða snjóþekja eru á nokkrum vegum á Vesturlandi.
Hálka eða snjóþekja eru á nokkrum vegum á Vesturlandi. Vísir/Atli

Vegurinn um Holtavörðuheiði er ennþá lokaður og er reiknað með að staðan verði tekin á ný um hádegi.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að hálka eða hálkublettir sé á nokkrum leiðum á suðvesturhorni landsins en víða greiðfært á láglendi. Flughálka er á Kjósarskarðsvegi og á efri og neðri Grafningsvegi, en Krýsuvíkurvegur er ófær.

Hálka eða snjóþekja eru á nokkrum vegum á Vesturlandi en flughálka er í Staðarsveit.

Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu og þá er Dynjandisheiðin sömuleiðis lokuð. Snjóþekja, hálka eða krapi er annars á flestum vegum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir á flestum leiðum en flughálka er á Þverárfjalli og á Skagastrandarvegi.

Á Austurlandi eru hálkublettir eru á flestum leiðum. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×