Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 19:02 Lina Soulouko hefur áður starfað fyrir „fótboltafjölskylduna“ sem Nottingham Forest er hluti af. Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira