Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2024 07:01 Maríanna ásamt foreldrum sínum, þeim Páli Valgeirssyni og Sigríði Jónsdóttur. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi. „Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30