Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 17:00 Hetjan Rodrigo Muniz skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. Ryan Pierse/Getty Images Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham en fékk tvö mörk á sig seint og tapaði leiknum. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool. Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistarana að stigum. Cole Palmer kom Chelsea yfir með glæsimarki eftir rétt rúman stundarfjórðung. Hann fékk sendinguna fá Levi Colwill, með tvo menn í pressunni og bakið í markið en sneri silkimjúkt við og renndi boltanum í netið rétt fyrir utan teig. Fulham brást ágætlega við eftir að hafa lent undir og skapaði sér tvö fín færi, annað skotið rataði á markið eftir að hafa fyrst farið í varnarmann en hitt skotið hafnaði í hliðarnetinu. Marc Cucurella átti síðan skemmtilega tilraun til að tvöfalda forystuna, flugskalli sem var frábærlega varinn. Chelsea því með eins marks forystu í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst svo á stórhættulegu færi og skoti frá Enzo Fernandez en markmaður Fulham, Bernd Leno, náði rétt svo að blaka boltanum yfir markið. Upp úr því kom hornspyrna, Fulham hreinsaði en ekki nógu langt, boltinn var gefinn aftur fyrir og Levi Colwill kom honum í netið en markið fékk ekki að standa, vegna rangstöðu. Leikurinn var síðan fremur rólegur þar til á lokamínútunum, eða þar til Fulham jafnaði á Antonee Robinson gaf boltann yfir á Timothy Castagne sem skallaði fyrir markið á Harry Wilson og hann lagði boltann í autt markið. Chelsea vildi heyra flaut fyrir alls konar hluti í aðdragandanum, brot og rangstöðu, en það kom ekki. Skömmu síðar átti Marc Cucurella annan fastan skalla að marki Fulham, sem var varinn, Jadon Sancho fylgdi eftir með föstu skoti en tókst ekki að skora. Fulham fann sigurmarkið svo á fimmtu mínútu uppbótartíma, Rodrigo Muniz var þar á ferð eftir stoðsendingu Sasa Lukic og endurkoman fullkomnuð. Chelsea mistókst því að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Fjórum stigum munar milli liðanna og Liverpool tvo leiki til góða, þar af einn í kvöld gegn Leicester. Stigin þrjú fara með Fulham upp í áttunda sæti deildarinnar, jafnt Englandsmeisturum Manchester City sem gerðu 1-1 jafntefli gegn Everton í dag. https://www.visir.is/g/20242667781d/i-beinni-man.-city-everton-lykur-mar-trod-city- Enski boltinn
Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham en fékk tvö mörk á sig seint og tapaði leiknum. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool. Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistarana að stigum. Cole Palmer kom Chelsea yfir með glæsimarki eftir rétt rúman stundarfjórðung. Hann fékk sendinguna fá Levi Colwill, með tvo menn í pressunni og bakið í markið en sneri silkimjúkt við og renndi boltanum í netið rétt fyrir utan teig. Fulham brást ágætlega við eftir að hafa lent undir og skapaði sér tvö fín færi, annað skotið rataði á markið eftir að hafa fyrst farið í varnarmann en hitt skotið hafnaði í hliðarnetinu. Marc Cucurella átti síðan skemmtilega tilraun til að tvöfalda forystuna, flugskalli sem var frábærlega varinn. Chelsea því með eins marks forystu í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst svo á stórhættulegu færi og skoti frá Enzo Fernandez en markmaður Fulham, Bernd Leno, náði rétt svo að blaka boltanum yfir markið. Upp úr því kom hornspyrna, Fulham hreinsaði en ekki nógu langt, boltinn var gefinn aftur fyrir og Levi Colwill kom honum í netið en markið fékk ekki að standa, vegna rangstöðu. Leikurinn var síðan fremur rólegur þar til á lokamínútunum, eða þar til Fulham jafnaði á Antonee Robinson gaf boltann yfir á Timothy Castagne sem skallaði fyrir markið á Harry Wilson og hann lagði boltann í autt markið. Chelsea vildi heyra flaut fyrir alls konar hluti í aðdragandanum, brot og rangstöðu, en það kom ekki. Skömmu síðar átti Marc Cucurella annan fastan skalla að marki Fulham, sem var varinn, Jadon Sancho fylgdi eftir með föstu skoti en tókst ekki að skora. Fulham fann sigurmarkið svo á fimmtu mínútu uppbótartíma, Rodrigo Muniz var þar á ferð eftir stoðsendingu Sasa Lukic og endurkoman fullkomnuð. Chelsea mistókst því að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Fjórum stigum munar milli liðanna og Liverpool tvo leiki til góða, þar af einn í kvöld gegn Leicester. Stigin þrjú fara með Fulham upp í áttunda sæti deildarinnar, jafnt Englandsmeisturum Manchester City sem gerðu 1-1 jafntefli gegn Everton í dag. https://www.visir.is/g/20242667781d/i-beinni-man.-city-everton-lykur-mar-trod-city-